Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers unnu í kvöld Newman Jets í bandaríska háskólaboltanum, 81-75. Tigers því búnir að vinna tvo leiki það sem af er tímabili og tapa þremur, en þar sem að sigur þeirra á Kansas State á dögunum var ekki í deild er árangur þeirra 3-1.

Bjarni Guðmann var í byrjunarliði Tigers í kvöld og lék 27 mínútur í leiknum. Á þeim skilaði hann 7 stigum, 3 fráköstum, 3 stoðsendingum og vörðu skoti.

Tölfræði leiks