Bjarni Guðmann Jónson og Fort Hays State Tigers lögðu í nótt lið Northeastern State Riverhawks í bandaríska háskólaboltanum, 76-81. Leikurinn sá annar sem liðið vinnur í röð, en árangur þeirra það sem af er tímabili er 2-3.

Bjarni Guðmann var í byrjunarliði Tigers og lék 26 mínútur í leiknum. Á þeim skilaði hann 8 stigum, 7 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta. Lokaleikur Tigers á árinu er á morgun sunnudag 20. desember gegn Rogers State Hillcats.

Tölfræði leiks