Birna Valgerður Benónýsdóttir og Binghamton Bearcats máttu þola sitt annað tap um helgina fyrir Stony Brook Seawolves í bandaríska háskólaboltanum í kvöld, 47-55. Bearcats því búnar að tapa fjórum leikjum það sem af er tímabili, en leita enn að fyrsta sigrinum.

Birna hafði heldur hægar um sig í stigaskorun í kvöld heldur en í fyrri leiknum. Þá setti hún 13 stig, en í kvöld voru þau aðeins 2. Við það bætti hún svo 2 fráköstum og stoðsendingu. Næst leikur liðið þann 27. desember gegn UMBC Retrievers.

Tölfræði leiks