Nú í hádeginu var tilkynnt hvaða leikmenn það væru sem valdir hefðu verið í æfingahóp undir 16 ára liðs stúlkna og drengja sem taka munu þátt í verkefnum sambandsins sumarið 2021. Líkt og áður hafði verið greint frá, munu liðin ekki koma saman fyrr en á nýju ári.

Tilkynning:

Þjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa boðað þá leikmenn sem þeir hafa valið í sína fyrstu æfingahópa yngri landsliðana fyrir U15, U16 og U18 ára landslið drengja og stúlkna fyrir verkefni sumarið 2021. 

Alls eru 173 leikmenn boðaðir í æfingahópa frá 23 íslenskum félögum og fjórum erlendum. (sjá skiptingu milli félaga nánar neðst).

Engar æfingar milli jóla og nýárs:
Eins og við vitum öll þá eru uppi fordæmalausir tímar með ýmsum hindrunum sem körfuknattleikshreyfingin hefur verið að glíma við sl. árið og hafa leikmenn, þjálfarar og félögin ekki farið varhluta af þeim áskorunum og takmörkunum sem þurft hefur að eiga við.  

Æfingar leikmanna í árgangi 2005 og síðar voru leyfðar fyrir nokkrum vikum hjá félögunum sem og meistarflokkum félaganna í tveim efstu deildum nú í vikunni. KKÍ vinnur að því, og bindur vonir við, að æfingar árg. 2004 og upp í mfl. fái að hefja æfingar líka sem fyrst.

Á fundi afreksnefndar KKÍ sem fram nýlega var lagt til, sem síðan var samþykkt á fundi stjórnar KKÍ í kjölfarið, að KKÍ mun ekki standa fyrir landsliðsæfingum yngri liða í íþróttahúsum milli jóla og nýárs eins og venjan er. 

Yfirvöld hafa óskað eftir því við landsmenn að halda blöndun hópa og jólaboðum í lágmarki og að hver og ein  fjölskylda búi sér til sína eigin „jólalkúlu“. KKÍ telur að skynsamlegast í ljósi sóttvarnarráðstafanna að leikmenn fari varlega af stað eftir langt hlé og æfi með sínum félögum út desember hjá hverju félagi fyrir sig í sinni heimabyggð og við það verður ekki blöndun leikmanna víðs vegar af landinu frá mörgum félögum á landsliðsæfingum á vegum KKÍ.

Fundir liða:
Í stað þess að æfa ætlar KKÍ að halda utan um hópana með fundum og fræðslu. Leikmennirnir fá frekari boð frá sínum landsliðsþjálfurum á næstunni um tvo fjarfundi sem haldnir verða sitt hvorn daginn milli jóla og nýárs, einn fund með hverju liði/þjálfara fyrir sig fyrst og svo verður annar stór fræðslufundur með gestafyrirlesurum annan daginn.

U16 stúlkna: Ingvar Þór Guðjónsson
U16 drengja: Ágúst S. Björgvinsson

U16 stúlkna · 26 leikmenn
Agnes Fjóla Georgsdóttir · Grindavík
Alla Jana · High School, USA
Anna Fríða Ingvarsdóttir · KR
Ása Lind Wolram · Hamar
Bergdís Anna Magnúsdóttir · Fjölnir
Brynja Hólm Gísladóttir · Keflavík
Elísa Helga Friðriksdóttir · Keflavík
Emma Hrönn Hákonardóttir · Fjölnir
Gígja Rut Gautadóttir · Þór Þ.
Heiður Karlsdóttir · Skallagrímur
Helga María Janusdóttir · Hamar
Hildur Björk Gunnsteinsdóttir · Þór Þ.
Ingigerður Sól Hjartardóttir · Snæfell
Ingunn Erla Bjarnadóttir · Valur
Ingunn Guðnadóttir · Þór Þ.
Jana Falsdóttir · Stjarnan
Katrín Friðriksdóttir · Fjölnir
Kristín Pétursdóttir · Haukar
Kristjana Einarsdóttir · Haukar
Lisbeth Inga Kristófersdóttir · Skallagrímur
Lovísa Bylgja Sverrisdóttir · Njarðvík
Lovísa Grétarsdóttir · Njarðvík
Rannveig Guðmundsdóttir · Njarðvík
Sara Líf Boama · Valur
Sólveig Eva Bjarnadóttir · Keflavík
Valdís Una Guðmannsdóttir · Hrunamenn

U16 drengja · 25 leikmenn
Almar Orri Kristinsson · Stjarnan
Arnór Steinn Leifsson · Stjarnan
Atli Hafþórsson · Haukar
Björgvin Hugi Ragnarsson · Valur
Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir
Elvar Máni Símonarson · Fjölnir
Garðar Kjartan Norðfjörð · Fjölnir
Guðjón Logi Sigfússon · Njarðvík
Hallgrímur Árni Þrastarson · KR
Hilmir Arnarson · Fjölnir
Ísak Leó Atlason · ÍR
Jóhannes Ómarsson · Valur
Karl Kristján Sigurðarson · Valur
Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan
Orri Már Svavarsson · Tindastóll
Óðinn Freyr Árnason · Hrunamenn
Óðinn Þórðarson · Valur
Óskar Víkingur Davíðsson · ÍR
Sigurður Rúnar Sigurðsson · Stjarnan
Styrmir Jónasson · ÍA
Sölvi Páll Guðmundsson · Fjölnir
Tómas Valur Þrastarson · Þór Þ.
Týr Óskar Pratiksson · Stjarnan
Veigar Örn Svavarsson · Tindastóll
Þórður Freyr Jónsson · ÍA