Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson verður í nýliðavali NBA deildarinnar í kvöld. Vegna heimsfaraldurs Covid-19 mun valið fara rafrænt fram í gegnum höfuðstöðvar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar í Connecticut.

Jón Axel kláraði glæsilegan háskólaferil sinn með Davidson síðastliðið vor áður en hann gerðist atvinnumaður hjá Fraport Skyliners í þýsku Bundesligunni. Líkt og kom fram á Körfunni í gær, mun það að miklu leyti vera vaskelg framganga hans þar sem kom honum á lista USA Today yfir líklega leikmenn til þess að vera valda inn í deildina.

Nú í morgun benti KKÍ á þá valrétti sem fylgjast ætti með í valinu með tilliti til þess hvort Jón Axel yrði fyrir valinu. Þá er hægt að sjá hér fyrir neðan, það eru allt lið sem hafa verið áhugasöm um leikmanninn, sem og eiga þau öll þrjá valrétti í valinu.

32. Charlotte Hornets
35. Sacramento Kings
43. Sacramento Kings
48. Golden State Warriors
51. Golden State Warriors

52. Sacramento Kings
56. Charlotte Hornets