Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza töpuðu í ACB deildinni spænsku í kvöld fyrir liði Urbas Fuenla, 82-81. Eftir leikinn er Zaragoza í 17. sæti deildarinnar með 2 sigra og 9 töp.

Atkvæðamestur fyrir Urbas í leiknum var Christian Eyenga með 22 stig og 6 fráköst. Fyrir Zaragoza var það DJ Seeley sem dróg vagninn með 22 stigum og 2 fráköstum.

Tryggvi var næst framlagshæstur leikmanna Zaragoza í kvöld með 8 stig og 5 fráköst á tæpum 19 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks