Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og félagar í Nebraska Cornhuskers töpuðu öðrum leik tímabils síns í bandaríska háskólaboltanum í kvöld fyrir Nevada Wolf Pack, 69-66. Liðið hafði unnið opnunarleik tímabilsins í gær gegn McNeese Cowboys nokkuð örugglega.

Eftir að hafa verið frekar atkvæðamikill í gær, átti Þórir nokkuð rólegan leik í kvöld. Komst ekki á blað í stigaskorun, en skilaði 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næst leikur liðið komandi laugardag 28. nóvember gegn North Dakota State Bison.

Tölfræði leiks