Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og félagar í Nebraska Cornhuskers lögðu í kvöld lið North Dakota State Bison í bandaríska háskólaboltanum, 57-79. Það sem af er tímabili hefur liðið því unnið tvo leiki og tapað einum.

Þórir átti erfiðan skotleik fyrir Huskers í kvöld, þar sem hann skoraði 3 stig úr 5 skotum, en við það bætti hann við 3 fráköstum, stoðsendingu og 3 stolnum boltum.

Tölfræði leiks