Þjálfarar í efstu deildum sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þrýst er á yfirvöld að leyfa æfingar í afreksstarfi á nýjan leik, en eins og staðan er í dag er ekki séð fram á að svo verði með breyttum reglum þann 18. nóvember næstkomandi.

Áskorunina er hægt að lesa í heild hér fyrir neðan.

Yf­ir­lýs­ingin:

Til þeirra er málið varðar,

Fátt ef nokkuð hef­ur haft jafn mik­il áhrif á dag­legt líf á und­an­förn­um ára­tug­um og kór­ónu­veir­an. Flest öll sam­fé­lög í heim­in­um hafa þurft að glíma við mikl­ar af­leiðing­ar, hvort sem um er að ræða heilsu­fars­leg­ar, fé­lags­leg­ar eða fjár­hags­leg­ar. Íþrótt­ir eru þar eng­in und­an­tekn­ing, enda hef­ur íþrótt­astarf víðs veg­ar verið ým­ist lagt niður eða þurft að laga sig að ástand­inu með ýms­um fórn­ar­kostnaði. Körfu­bolta­hreyf­ing­in á Íslandi hef­ur tekið heils­hug­ar þátt í bar­átt­unni gegn veirunni og fylgt öll­um regl­um með því að stöðva sitt starf þegar mesta hætt­an hef­ur staðið yfir.

Í ljósi nýj­ustu frétta af breyt­ing­um á reglu­gerðum um sótt­varn­araðgerðir sem eiga að taka gildi næst­kom­andi miðviku­dag, 18. nóv­em­ber, erum við hins veg­ar orðin ansi hugsi. Sú hugs­un er að ef til vill sé skiln­ing­ur sótt­varn­ar­lækn­is og stjórn­valda á körfu­boltaiðkun, þá sér í lagi efstu deild karla og kvenna, ekki nægi­lega mik­ill. Mark­mið þessa bréfs er því að varpa ljósi á þætti körfu­bolt­ans sem kynnu að breyta af­stöðu til sótt­varn­araðgerða.

Við vilj­um beina at­hygl­inni að at­vinnu­væðingu körfu­bolt­ans og að reglu­verk er til staðar sem unnið hef­ur verið af sér­sam­bönd­un­um vegna fram­kvæmda á æf­ing­um.

Okk­ur finnst það und­ar­legt að nán­ast öll íþrótta­hreyf­ing­in sé sett und­ir sama hatt, hvort sem er um að ræða af­reksíþrótta­fólk í frjáls­um íþrótt­um, at­vinnu­menn í bolta­grein­um eða fólk sem stund­ar íþrótt­ir til heilsu­rækt­ar eða af áhuga­mennsku.

Á und­an­förn­um tveim­ur ára­tug­um hef­ur fjöldi at­vinnu­leik­manna og þjálf­ara í fé­lög­um auk­ist til muna. Þá hef­ur æf­inga­magn auk­ist mikið og fleiri hafa æft íþrótt­ina líkt og at­vinnu­menn, þó fjár­hags­leg umb­un liggi ekki alltaf að baki. Íþrótt­in er at­vinna þeirra og framtíð, sem þeir geta ekki unnið við í dag. Þá hafa verið flutt­ir inn er­lend­ir leik­menn til lands­ins sem sér­fræðing­ar í íþrótt­inni. Þess­ir íþrótta­menn, bæði inn­lend­ir og er­lend­ir, æfa núorðið allt árið um kring og löng stopp sem þessi geta haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar á frammistöðu þeirra í íþrótt­inni og þ. a. l. at­vinnu­mögu­leika á kom­andi mánuðum og jafn­vel árum.

Við þjálf­ar­ar í efstu deild­um (Dom­in­os­deild­um) karla og kvenna skor­um á stjórn­völd að end­ur­skoða sína af­stöðu gagn­vart körfu­bolt­an­um. Við telj­um að það al­gjöra æf­inga­bann á af­reks- og at­vinnu­manna­hluta körfu­bolt­ans sem nú er við líði geti haft al­var­leg­ar lang­tíma­af­leiðing­ar á íþrótta­menn­ina. Þá þarf ekki að fjöl­yrða um mik­il­vægi af­reksíþrótta og áhrifa þeirra á sam­fé­lagið, hvort sem um er að ræða glæsta sigra eða sár töp. Loks má ætla að á þess­um síðustu tím­um geti körfu­bolt­inn verið kær­kom­in afþrey­ing í sjón­varpi á virk­um dög­um fyr­ir al­menn­ing, líkt og tón­list­ar­menn þjóðar­inn­ar hafa sýnt að lif­andi tónlist í sjón­varpi get­ur verið um helg­ar.

Nú þegar er til reglu­verk um fram­kvæmd á æf­ing­um og leikj­um sem samþykkt var af yf­ir­völd­um, en það var unnið af Körfuknatt­leiks­sam­bandi Íslands og Hand­knatt­leiks­sam­bandi Íslands og gefið út 19. októ­ber síðastliðinn.

Þar að auki setti Knatt­spyrnu­fé­lagið Val­ur sam­an reglu­verk vegna und­ir­bún­ings og æf­inga vegna þátt­töku Vals í Evr­ópu­keppni í knatt­spyrnu kvenna sem einnig var samþykkt af yf­ir­völd­um. Það reglu­verk mætti einnig nýta við fram­kvæmd æf­inga í körfu­bolta.

Við erum til­bú­in að mæta öll­um þeim kröf­um sem þykja nauðsyn­leg­ar til að æf­ing­ar geti farið fram, s.s. að skima liðin áður en fyrstu æf­ing­ar hefjast og hita­mæla þjálf­ara og leik­menn þegar þeir mæta á æf­ingastað. Auk þess eru þjálf­ar­ar og leik­menn reiðubún­ir að haga lífi sínu á þann hátt utan vall­ar að smit­hætta sé í al­gjöru lág­marki, líkt og fram­línu­fólk hef­ur þurft að gera.

Við leggj­um til að æf­ing­ar í efstu deild (Dom­in­os­deild) karla og kvenna í körfu­bolta hefj­ist að fullu miðviku­dag­inn 18. nóv­em­ber nk., að upp­fyllt­um sótt­varn­a­regl­um sem sett­ar voru á sín­um tíma á lið utan höfuðborg­ar­svæðis­ins, sbr reglu­verk KKÍ og HSÍ frá 19. októ­ber.

Til vara gæt­um við sæst á eft­ir­far­andi sviðsmynd:

1) Vika 1, 18.-22. nóv­em­ber
Æfinga­hóp hvers liðs er skipt í tvennt þannig að há­marki eru 10 manns inni í íþrótta­saln­um í einu (æf­inga­hóp­ar körfu­boltaliða eru um 15 manns). Þess­ir æf­inga­hóp­ar hald­ast sér og bland­ast ekki á milli æf­inga. Auk þess yrðu æf­ing­um hagað á þann hátt að leik­menn haldi tveggja metra fjar­lægð og hver leikmaður með sinn æf­inga­búnað.

2) Vika 2, 23.-29. nóv­em­ber
Sömu æf­inga­hóp­ar eru sam­an en nú er snert­ing leyfð.

3) Vika 3, 30. nóv­em­ber-6. des­em­ber
Æfinga­hóp­ur­inn má koma all­ur sam­an.

Með von um já­kvæð viðbrögð.

Virðing­ar­fyllst,
Þjálf­ar­ar liða í Dom­in­os­deild­um karla og kvenna í körfu­bolta