Martin Hermannsson og félagar í Valencia lögðu Armani Exchange Milan í kvöld í 7. umferð Euroleague, 86-81. Eftir leikinn er Valencia í 4. sæti deildarinnar með 4 sigurleiki og 2 töp, en þeir eiga inni einn frestaðan leik.

Atkvæðamestur fyrir Valencia í leiknum var Sam Van Rossum með 21 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar. Fyrir Milan var það Zach LeDay sem dróg vagninn með 10 stigum, 6 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Martin átti fína innkomu fyrir Valencia, á 14 mínútum spiluðum skilaði hann 5 stigum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta.

Tölfræði leiks