Martin Hermannsson og félagar í Valencia töpuðu í kvöld fyrir toppliði Real Madrid í spænsku ACB deildinni, 78-86. Eftir leikinn er Real Madrid áfram í efsta sæti deildarinnar með 8 sigra í fyrstu 8 leikjum sínum. Valencia er í 11. sætinu með 4 sigra og 4 töp.

Atkvæðamestur fyrir Real í leiknum var Trey Thomkins með 15 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar. Fyrir Valencia var það Louis Labeyrie sem dróg vagninn með 26 stigum og 4 fráköstum.

Martin hafði frekar hljótt um sig í leiknum. Á rúmum 17 mínútum spiluðum skilaði hann 2 stigum og frákasti.

Tölfræði leiks