Martin Hermannsson og félagar í Valencia töpuðu í kvöld í EuroLeague fyrir Bayern Munchen, 90-79. Eftir leikinn er Valencia í 6. sæti deildarinnar með 4 sigra og 2 töp á meðan að Bayern er í 2. sætinu með 6 sigra og 2 töp.

Atkvæðamestur fyrir Bayern í leiknum var Vladimir Lucic með 22 stig og 7 fráköst. Fyrir Valencia var það Klemen Prepelic sem dróg vagninn með 18 stigum og 5 stoðsendingum.

Martin lék rúmar 15 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 4 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Tölfræði leiks