Martin Hermannsson og Valencia lögðu Maccabi Playtika Tel Aviv í 10. umferð EuroLeague, 82-80. Eftir leiki eru þeir með 6 sigurleiki og 3 töp í 4. sæti deildarinnar, en liðið á inni einn frestaðan leik úr 4. umferð gegn Zenit frá Pétursborg sem leikinn verður 8. desember.

Atkvæðamestur fyrir Valencia í kvöld var Klemen Prepelic með 22 stig og 3 stoðsendingar. Fyrir Tel Aviv var það Scottie Wilbekin sem dróg vagninn með 25 stigum og 5 stoðsendingum.

Á rúmum 15 mínútum spiluðum í kvöld setti Martin 3 stig og gaf 2 stoðsendingar.

Tölfræði leiks