Martin Hermannsson, Hilmar Smári Henningsson og félagar í Valencia töpuðu í kvöld fyrir Hereda San Pablo Burgos í ACB deildinni á Spáni í kvöld, 81-99. Eftir leikinn er Valencia í 11. sæti deildarinnar með 4 sigra og 5 tapaða leiki eftir fyrstu 9 leikina.

Atkvæðamestur fyrir Valencia í leiknum var Louis Labeyrie með 13 stig og 6 fráköst. Hjá Burgos var það Jasiel Rivero með 25 stig og 6 fráköst.

Martin lék rúmar 15 mínútur í leiknum og setti á þeim 5 stig, tók 1 frákast og gaf 3 stoðsendingar. Hilmar Smári var í kvöld í fyrsta skipti í hóp Valencia, en kom ekki við sögu í þetta skiptið.

Tölfræði leiks