Martin Hermannsson og Valencia lögðu í kvöld lið Panathinaikos í EuroLeague í kvöld, 95-83. Eftir leikinn er Valencia í 4.-5. sæti deildarinnar með 5 sigra í fyrstu 8 leikjunum.

Atkvæðamestur fyrir Valencia í leiknum var Klemen Prepelic með 18 stig og 6 stoðsendingar. Fyrir Panathinaikos var það Ioannis Papapetrou sem dróg vagninn með 11 stigum, 9 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Martin var atkvæðamikill fyrir sína menn í kvöld. Á rúmum 19 mínútum spiluðum skilaði hann 13 stigum, 3 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Tölfræði leiks