Leik Hauks Helga Pálssonar og félaga í Morabanc Andorra gegn Tryggva Snær Hlinasyni og hans manna í Casademont Zaragoza sem fara átti fram í dag hefur verið frestað um óákveðinn tíma af yfirmönnum spænsku ACB deildarinnar vegna Covid-19 smita.

Líkt og Karfan greindi frá á dögunum hafði þjálfari Andorra greinst með veiruna, en það átti þó ekki að koma í veg fyrir að leikurinn yrði spilaður í dag.

Líkt og kemur fram í fréttatilkynningu deildarinnar munu aðrir starfsmenn og leikmenn Andorra hafa greinst jákvæðir og því er leiknum frestað.