Hjálmr Stefánsson, Tómas Þórður Hilmarsson og félagar þeirra í Aquimisa Carbajosa munu ekki leika í kvöld gegn CB Marbella í LEB Plata deildinni á Spáni vegna Covid-19 smita í leikmannahóp Andalúsíuliðsins.

Ekki er kominn nýr tími á leikinn, en næsti leikur þeirra mun vera samkvæmt skipulagi gegn Zentro í höfuðborginni Madríd þann 7. nóvember.