NBA deildin hefur tilkynnt að inntaka 2020 árgangsins í Naismith frægðarhöllina verði 13.-15. maí 2021, en því mun hafa verið frestað frá september á þessu ári vegna heimsfaraldurs Covid-19. Um er að ræða nokkuð nafntogaðan árgang þar sem að meðal annars verða teknir inn Kobe Bryant, sem vann 5 titla með Los Angeles Lakers, Tim Duncan sem vann einnig 5 titla með San Antonio Spurs og Kevin Garnett sem var þátttakandi í eina titil Boston Celtics á öldinni.

Ásamt þeim verða tekin inn NCAA þjálfarinn Eddie Sutton, NBA þjálfarinn Rudy Tomjanovich, WNBA stjörnuleikmaðurinn Tamika Catchings og NCAA þjálfararnir Kim Mulkey og Barbara Stevens. Þá verður einnig tekinn inn fyrrum FIBA yfirmaðurinn Patrick Baumann, sem ásamt Bryant, verður einn tveggja sem látinn er.