Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners töpuðu í kvöld fyrir Bayern Munchen í úrvalsdeildinni í Þýskalandi, 52-75. Tapið annað í jafn mörgum leikjum hjá Skyliners, en fyrsta leik deildarkeppninnar töpuðu þeir fyrir meisturum Alba Berlin.

Atkvæðamestur fyrir Bayern í leiknum var Paul Zipser með 24 stig og 7 fráköst. Fyrir Skyliners var Jón Axel atkvæðamestur með 11 stig, 3 fráköst og stolinn bolta.

Tölfræði leiks