Jón Axel Guðmundsson og félagar í Fraport Skyliners töpuðu í dag fyrsta leik tímbils síns fyrir meisturum Alba Berlin, 79-66.

Atkvæðamestur fyrir Berlin í leiknum var Luke Sikma með 14 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Hjá Fraport var það Jón Axel sem dróg vagninn með 21 stigi, 2 fráköstum og 5 stoðsendingum, en hann var jafnframt framlagshæsti leikmaður vallarins með 24 framlagsstig á rúmum 33 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks