Jón Axel Guðmundsson og félagar í Fraport Skyliners töpuðu í dag fyrir Oldenburg í þýsku Bundesligunni, 86-69. Leikurinn sá þriðji sem liðið leikur í deildinni, en þeir hafa tapað þeim öllum, fyrri tveir gegn gríðarlega sterkum liðum Bayern Munchen og meisturum Alba Berlin.

Jón Axel var atkvæðamestur í liði Skyliners í kvöld. Á tæpum 33 mínútum spiluðum skilaði hann 12 stigum, 4 fráköstum, 5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Tölfræði leiks