Ísland mætir Lúxemborg kl. 15:00 að íslenskum tíma í dag í undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Leikurinn fer fram í sóttvarnarbólu FIBA í Bratislava í Slóvakíu og verður í beinni útsendingu á RÚV, sem og á YouTube hér fyrir neðan. Til þessa í riðlinum hefur Ísland unnið einn leik og tapað einum.

Til þess að komast úr riðlinum verður liðið að enda í efri tveimur sætum hans, en ásamt Lúxemborg eru þar Slóvakía og Kósovó með Íslandi í riðli. Kósovó hefur unnið báða leiki sína, Ísland og Slóvakía unnið einn hvort, en Lúxemborg tapað báðum sínum.

Hérna er heimasíða mótsins

Hérna er 12 manna lið Íslands í dag

Leikur dagsins

Undankeppni HM 2023

Lúxemborg Ísland – kl. 15:00

Í beinni útsendingu RÚV