Maté Dalmay og Davíð Eldur heimsóttu Véfréttina í nýjustu upptöku af Boltinn Lýgur Ekki. Farið er yfir ástandið á íslenskum körfubolta, landsliðsgluggana sem karla og kvennaliðin eru að fara í og hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir nýtt upphaf deildarinnar eftir að yfirvöld slaka á samkomutakmörkunum.

Boltinn Lýgur Ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.