Íslenska landsliðið mætir Lúxeborg á morgun í fyrri leik glugga síns í undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Fer leikurinn fram kl. 15:00 að íslenskum tíma í Bratislava í Slóvakíu, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Hérna er heimasíða mótsins

Aðstoðarþjálfari liðsins Hjalti Þór Vilhjálmsson var í viðtali á samfélagsmiðlum KKÍ fyrr í dag þar sem hann er spurður út undirbúning liðsins og leikina tvo í Bratislava.