Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia unnu sinn fimmta leik í röð í kvöld þegar liðið lagði Nou Basquet Paterna, 61-70, í EBE deildinni á Spáni.

Á rúmum 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar 14 stigum, 5 fráköstum, stoðsendingu og 3 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Eftir leikinn er Valencia með 5 sigra í fyrstu 5 leikjunum og á toppi EA hluta EBE deildarinnar.

Næst leikur liðið þann 8. nóvember gegn b liði TAU Castello í Castellón í Katalóníu.