Leikmaður Morabanc Andorra og íslenska landsliðsins Haukur Helgi Pálsson er með Covid-19. Staðfesti leikmaðurinn þetta í samtali við Dominos Körfuboltakvöld.

Samkvæmt Hauki var hann greindur með veiruna í fyrradag, en kvaðst góður fyrir utan örlítinn slappleika.

Líkt og Karfan greindi frá á dögunum var þjálfari liðsins fyrst greindur, en samkvæmt heimildum munu allir leikmenn og starfsmenn liðsins að þremur undanskildum vera komnir með veiruna.

Leikjum liðsins síðustu daga hefur verið frestað, en ekki er ljóst hvenær þeir geta leikið aftur.