Haukur Helgi Pálsson og Morabanc Andorra lögðu í kvöld lið Herbalife Gran Canaria í spænsku ACB deildinni, 62-79. Eftir leikinn er Andorra í 11. sæti deildarinnar með 4 sigra og 4 töp.

Atkvæðamestur fyrir Andorra í kvöld var Sergi García með 8 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá Gran Canaria var það Frankie Ferrari sem dróg vagninn með 10 stigum, 5 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Haukur Helgi lék rúmar 14 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 3 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Tölfræði leiks