Mest aukining á iðkendum körfubolta mælist í árlegri úttekt ÍSÍ á iðkendum í íþróttum. Tekur könnunin til ársins 2019 og er þá verið að bera þær tölur saman við niðurstöðu ársins á undan, en fleira sem tekið er til er staðsetning, íþróttafélag og aldur.

Samkvæmt rannsókninni er fjölgun hlutfallslega mest í körfubolta, þar sem iðkendur fara úr 7251 árið 2018 í 8313 árið 2019, en það er um 15% hækkun á milli ára. Tekur körfubolti með því framúr hanbolta á milli ára og er önnur stærsta af stærri boltaíþróttum landsins, en fótbolti er sem áður sú íþrótt sem er með flesta iðkendur, eða 29998 árið 2019.

Könnunina er hægt að skoða í heild hér

Hér er hægt að skoða tölur ársins 2018