Elvar Már Friðriksson, leikmaður BC Siauliai, hefur verið valinn leikmaður nóvember mánaðar í LKL deildinni í Litháen.

Í fjórum leikjum í nóvember var Elvar með 18,5 stig og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik og átti stóran þátt í að Siauliai vann síðustu 2 leiki sína eftir að hafa tapað fyrstu 7 leikjunum á tímabilinu.

Elvar, sem leiðir deildina í stoðsendingum, er með 16,4 stig, 4,0 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.