Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Siauliai lögðu í kvöld lið Nevezis Optibet í LKL deildinni í Litháen, 87-85. Siauliai eru eftir leikinn sem áður á botni deildarinnar með 2 sigra og 7 töp eftir fyrstu 9 leikina, en þeir hafa unnið síðustu tvo leiki sína.

Á 29 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skoraði Elvar 19 stig, tók 4 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

Tölfræði leiks