Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins úr leiknum gegn Kosovo. Leikmönnum eru gefnar einkunnir útfrá tölfræði, væntingum til þeirra miðað við hlutverk og spilatíma og líka þáttum sem sjást ekki endilega í tölfræðiskýrslunni.

Elvar Már Friðriksson – 6

Ekkert sérstakur leikur hjá Elvari sem náði ekki alveg að setja mark sitt á leikinn eins og hann hefði viljað. Átti þó lipra spretti inn á milli.

Hörður Axel Vilhjálmsson – 9 – Maður leiksins

Frábær leikur hjá Herði sem lokaði leiknum með 22 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Flott skotnýring að auki. Varnarmegin til fyrirmyndar að venju.

Jón Axel Guðmundssson – 8

Þegar skotið var ekki alveg að detta þá fór Jón Axel bara beint í að finna félaga sína. Fyllti tölfræðiskjalið eins og venjulega. 13 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar.

Sigtryggur Arnar Björnsson – 6

Setti mark sitt ekki mikið á leikinn í þetta sinn. Setti einn þrist en lítið annað.

Tryggvi Hlinason – 7

Allt í lagi leikur hjá Tryggva. Þurfti svosem ekki að hafa mikið fyrir hlutunum en lokaði teignum þegar þess þurfti. Vörn Kosovo fell líka mjög mikið niður þegar að Tryggvi fær boltann sem opnaði vel fyrir alla.

Ægir Þór Steinarsson – 8

Flottur leikur hjá Ægi sem hefði verið maður leiksins aftur ef Hörður Axel hefði ekki verið eins frábær og raun bar vitni. Ægir var síógnandi með hraða sínum og krafti. Frábær varnarlega að venju og henti í 8 fráköst.

Kári Jónsson – 8

Gerði akkúrat það sem hann átti að gera. Skaut vel fyrir utan, henti í nokkrar stoðsendingar og lét ekki búllía sig á varnarhelmingnum.

Tómas Þórður Hilmarsson – 6

Fín barátta hjá Tómasi á sínum 10 mínútum. Hans hlutverk var að manna miðjuna til þess að hvíla Tryggva og hann gerði það frekar vel þrátt fyrir að fá nokkrar óþarfa villur.

Ragnar Nathanaelsson

Breki Gylfason

Gunnar Ólafsson

Hjálmar Stefánsson