Bakvörður Selfoss Körfu Arnór Bjarki Eyþórsson hefur samið við University of Toledo Rockets um að spila með þeim í bandaríska háskólaboltanum. Liðið leikur í Mid-America hluta efstu deildar bandaríska háskólaboltans.

Arnór Bjarki hefur leikið með Selfossi frá árinu 2017, en á síðasta tímabili skilaði hann 7 stigum og 3 fráköstum á 19 mínútum að meðaltali í leik í fyrstu deildinni.