Anthony Edwards var rétt í þessu valinn fyrstur í nýliðavali NBA deildarinnar af Minnesota Timberwolves. Edwards er 196 cm skotbakvörður sem kemur frá Georgíuháskólanum.

Lítið var sem kom á óvart með næstu tveimur valréttum nýliðavalsins. Þar sem að Golden State Warriors völdu miðherjann James Wiseman með öðrum valréttinum og Charlotte Hornets bakvörðinn LaMelo Ball með þeim þriðja.

Hér fyrir neðan má sjá restina af þeim sem valdir voru með fyrstu 10 valréttum nýliðavalsins, en hægt er að fylgjast með framvindu valsins hér.

ValrétturLeikmaðurLiðSkóli/Lið
1Anthony EdwardsMinnesota TimberwolvesGeorgia (Fr.)
2James WisemanGolden State WarriorsMemphis (Fr.)
3LaMelo BallCharlotte HornetsIllawarra Hawks 
4Patrick WilliamsChicago BullsFlorida State (Fr.)
5Isaac OkoroCleveland CavaliersAuburn (Fr.)
6Onyeka OkongwuAtlanta HawksUSC (So.)
7Killian HayesDetroit PistonsRatiopharm Ulm 
8Obi ToppinNew York KnicksDayton (So.)
9Deni AvdijaWashington WizardsMaccabi Tel Aviv 
10Jalen SmithPhoenix SunsMaryland (So.)