Vestri hefur fengið Örnu Hrönn Ámundadóttur á venslasamningi frá Skallagrím. Arna Hrönn er fædd árið 2001 og hefur spilað upp alla yngri flokka hjá Skallagrími en verið hluti af meistaraflokki bikarmeistaranna undanfarin fimm ár.

Arna er við nám í Reykjavík en æfir með Skallagrími í Borgarnesi og mun líkt og Helena Haraldsdóttir, sem einnig var lánuð til Vestra í vikunni, einkum hjálpa liðinu í útileikjum.

Vestri hóf leik í 1. deildinni á síðustu helgi og uppskar sigur og tap í tveimur leikjum á móti Tindastól. Liðið mætir næst Fjölnir-b í dag og á morgun.