Einn leikur er í dag í fyrstu deild kvenna.

B lið Fjölnis tekur í annað skiptið á jafn mörgum dögum á móti Vestra í Dalhúsum kl. 15:00, en Fjölnir vann leik gærdagsins nokkuð örugglega, 79-50.

Staðan í fyrstu deild kvenna

Þá eru tveir leikir í annarri deild karla.

ÍA tekur á móti B liði Vals kl. 15:00 á Akranesi og í Kennaraháskólanum mætast heimamenn í Leikni Reykjavík og B lið Tindastóls.

Staðan í annarri deild karla

Leikir dagsins

Fyrsta deild kvenna:

Fjölnir B Vestri – kl. 15:00

Önnur deild karla:

ÍA Valur B – kl. 15:00

Leiknir Tindastóll B – kl. 16:00