Þrír leikir fóru fram í 1. deild kvenna í dag. Deildin fer vel af stað og var það sannað enn og aftur í dag að ómögulegt er að spá fyrir um úrslit í deildinni.

Toppslagur fór fram í Breiðholtinu þar sem ÍR tók á móti Njarðvík. ÍR vann þar sterkan sigur og stimpla sig rækilega í toppbaráttuna. Fjölnir B vann öruggan sigur á Vestra einnig.

Í Grindavík unnu heimakonur sigur á Tindastól og eru þar með aftur komnar á sigurbraut eftir tvö töp í röð.

Úrslit kvöldsins:

1.deild kvenna

ÍR 55-46 Njarðvík

Grindavík 75-56 Tindastóll

Fjölnir B 79-50 Vestri