Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Casademont Zaragoza lögðu í kvöld lið Iberostar Tenerife í Aþenu með 6 stigum, 87-81 og tryggðu sér það með sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Tryggvi skilaði flottum leik fyrir sína menn, 11 stigum og 7 fráköstum á 22 mínútum spiluðum.

Næst mæta Zaragoza liði AEK Aþenu í undanúrslitunum, en sigurvegari þeirra mætir svo annað hvort Dijon eða Burgos í úrslitunum.