Hjálmar Stefánsson og Tómas Þórður Hilmarsson og félagar þeirra í Aquimisa Carbajosa lögðu í gærkvöldi lið Enrique Soler í LEB Plata deildinni á Spáni, 68-75.

Leikurinn sá annar sem liðið leikur í deildinni í ár, en áður höfðu þeir unnið lið Gijón.

Hjálmar lék 19 mínútur í leiknum og skilaði á þeim einu stigi, frákasti og tveimur stolnum boltum. Tómas lék 25 mínútur og skilaði sex stigum, 7 fráköstum, tveimur stoðsendingum og stolnum bolta.

Tölfræði leiks