Einn leikur er í kvöld í fyrstu umferð Dominos deildar karla.

Keflavík heimsækir Þór á Akureyri kl. 20:00. Mun þetta vera fyrsti leikur beggja liða í Dominos deildinni, en öll önnur lið léku í fyrstu umferðinni á meðan að Þór og Keflvík biðu eftir að sóttkví nokkurra leikmanna Keflavíkur kláraðist.

Staðan í Dominos deildinni

Þá tekur Hamar/Þór á móti Stjörnunni í fyrstu deild kvenna kl. 19:15 í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn. Mun þetta vera fyrsti leikur tímabilsins hjá Stjörnunni, en Hamar/Þór hefur tapað einum og unnið einn það sem af er.

Staðan í fyrstu deildinni

Leikir dagsins

Dominos deild karla:

Þór Akureyri Keflavík – kl. 20:00

Fyrsta deild kvenna:

Þór/Hamar Stjarnan – kl. 19:15