Miami Heat töpuðu einvígi sínu gegn Los Angeles Lakers um NBA meistaratitilinn í nótt, 4-2, með 13 stiga tapi í lokaleik, 106-93.

Einhverjir héldu að Heat myndu ekki eiga möguleika í einvígi á móti Lakers. Þar sem að lið Lakers vann deildarkeppni Vesturstrandarinnar á tímabilinu, á meðan að Heat enduðu tímabilið í 5. sæti Austurstrandarinnar.

Annað kom þó á daginn, þar sem af leikjunum sex hefður fjórir vel getað endað Heat megin. Með stjörnuleikmanninn Jimmy Butler sem leiðtoga sköpuðu Heat allskonar vandræði fyrir LeBron James, Anthony Davis og félaga þeirra hjá Los Angeles Lakers.

Þjálfari Heat Erik Spoelstra barðist við tárin í viðtali eftir leikinn í nótt er hann reyndi að gera einvígið upp með fjölmiðlum. Viðtalið er hægt að sjá í heild hér fyrir neðan.