Þjálfari Hauks Helga Pálssonar hjá ACB og EuroCup liði Morabanc Andorra Ibon Navarro hefur verið greindur með Covid-19. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Mun þjálfarinn og föruneyti hans hafa verið prófað í Bilbao á Spáni. Ekki er talið að þetta muni hafa áhrif á íslendingaslag liðsins gegn Casademont Zaragoza komandi sunnudag, en þar munu Haukur Helgi og Tryggvi Snær Hlinason mætast í fyrsta skipti í vetur.

Leikmenn og forráðamenn munu þó ver prófaðir aftur fyrir þann leik til þess að ganga úr skugga um að smitið innan liðsins sé ekki meira.