Rétt í þessu var dregið í 32 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. Munu leikirnir fara fram 11.-13. október næstkomandi, en viðureignir hvers liðs má finna inni á dagskrá sambandsins innan stundar.

Aðeins 25 lið voru í pottinum í þessum 32 liða úrslitum, en Fjölnir B, Höttur, Sindri, Keflavík, Stjarnan, Skallagrímur og Hrunamenn munu sitja hjá í þessari fyrstu umferð.

Viðureignir sem dregnar voru eftirfarandi:

Hamar gegn Grindavík

ÍA gegn Þór Þorlákshöfn

Reynir Sandgerði gegn Vestra

Breiðablik gegn Njarðvík

Selfoss gegn Álftanesi

Fjölnir gegn Haukum

Valur gegn Tindastól

Þór Akureyri gegn KR

KV gegn ÍR