ÍR lagði Tindastól fyrr í kvöld í Síkinu á Sauðárkróki, 87-83, í fyrstu umferð Dominos deildar karla.

ÍR mætti í íþróttahúsið á Króknum

ÍR-ingar mættu tilbúnir í fyrstu umferð Dominósdeildarinnar og virtust hafa trú á því að þeir gætu unnið leikinn strax frá fyrstu mínútu þrátt fyrir að Tindastóll spilaði á þá sterka vörn. Tindastóll réð illa við svæðisvörn ÍR-inga sem skóp sigurinn í skemmtilegum leik. 

Skemmtileg tölfræði

Þrátt fyrir að Stólarnir tækju fjórtán fleiri skot, þrettán fleiri fráköst og átta fleiri stoðsendingar í leiknum töpuðu þeir. Góð nýting ÍR-inga utan þriggja stiga línu reið þar baggamuninn. 

Efnilegur

Sigvaldi Eggertsson átti frábæran leik þar sem hann setti ítrekað niður skot þegar mikið lá við. Hann tók tíu fráköst sem vógu þungt í ljósi þess að Nenad meiddist snemma leiks. Gaman verður að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni í vetur og greinilegt að Íringar hafa fengið öflugan liðsstyrk. 

Haustbragur á Stólunum

Sóknarleikur Stólanna var á löngum köflum stirður. Þeir áttu í erfiðleikum með að finna takt í sóknarleik sínum og hittu illa úr þriggja stiga skotum. Greinilegt er þó að þeir mæta til leiks með öflugt lið og tímasprusmál hvenær þetta smellur hjá þeim.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun, viðtöl / Árni Rúnar

Myndir / Hjalti Árna