Formaður KKÍ Hannes Sigurbjörn Jónsson staðfesti í dag við RÚV að áætlað væri að keppni hæfist aftur þann 13. nóvember. Sagði Hannes:

„Við erum að teikna þetta upp og auðvitað miðast þetta við að æfingar megi hefjast af krafti 4. nóvember. Það er ekki einfalt að koma þessum 300 leikjum, plús öllum fjölliða- og fjölvallamótum yngri flokkanna, fyrir,“ 

Þá staðfesti hann að horfið væri til þess að leikir færu af stað 13.-15. nóvember og að bæði Dominos deild karla og kvenna þyrftu síðan pásur í kringum þau verkefni sem liðin fara í á misjöfnum dagsetningum í mánuðinum.