Árleg spá Körfunnar fyrir Dominos deild karla er nú klár en sérstakir sérfræðingar Körfunnar settu saman spánna. Sérfræðingarnir eru pennar Körfunnar, leikmenn og þjálfarar sem verið hafa í eða í kringum deildina.

Deildin mun rúlla af stað á morgun föstudaginn 2. október með fjórum leikjum. Álftanes tekur á móti Vestra í MGH, Fjölnir og Skallagrímur eigast við í Dalhúsum, Sindri heimsækir Hamar í Hveragerði og á Flúðum mætast heimamenn í Hrunamönnum og Selfoss.

Nú rétt fyrir tímabil var það tilkynnt að Snæfell hefði dregið lið sitt úr keppni. Því munu aðeins 9 lið mæta til leiks í ár, en Snæfell hafði verið spáð í neðsta sæti könnunar Körfunnar.

Nokkuð örugglega í efsta sæti spár þessa árs er lið Hamars. Í öðru og þriðja sætinu er svo minni munur, Breiðablik og Álftanes metin á svipuðum stað þar sem að Breiðablik fær annað sætið og Álftanes það þriðja.

Þá er nokkuð niður í næsta lag deildarinnar þar sem að þrjú lið eru. Fjölnir í því fjórða, Skallagrímur í því fimmta og Vestri í því sjötta eru öll frekar nálægt hvoru öðru.

Í sem fæstum orðum væri hægt að segja að samkvæmt könnun á Hamar eftir að tryggja sig upp í Dominos deildina nokkuð örugglega. Í úrslitakeppni fyrstu deildarinnar, lið í öðru sæti niður í það fimmta, verða því nær örugglega Breiðablik og Álftanes, en eitt af Fjölni, Skallagrím eða Vestra muni missa af sæti í henni.

Þar fyrir neðan í botnlagi deildarinnar eru svo Selfoss í sjöunda sætinu, Sindri í því áttunda og Hrunamenn því níunda.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá spá sérfræðinga Körfunnar og þau stig sem liðin fengu í útreikningum:

  1. Hamar – 9.39
  2. Breiðablik – 8.17
  3. Álftanes – 7.50
  4. Fjölnir – 6.22
  5. Skallagrímur – 6.00
  6. Vestri – 5.78
  7. Selfoss – 4.06
  8. Sindri – 3.33
  9. Hrunamenn 2.94
  10. Snæfell – 1.61