Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Casademont Zaragoza lögðu Murcia í dag í spænsku ACB deildinni, 98-86.

Tryggvi sem áður frábær í liði Zaragoza með 10 stig og 9 fráköst á um 25 mínútum spiluðum.

Tryggvi hefur farið af stað með látum þetta tímabilið með Zaragoza, þar sem hann er ofarlega í mörgum tölfræðiþáttum leikmanna deildarinnar. Enginn er þó hærri en Tryggvi í troðslum, en að meðaltali treður hann boltanum tæplega þrisvar í leik.

Hér fyrir neðan má sjá eina slíka úr sigri dagsins gegn Murcia, en þar fær hann boltann beint úr innkasti frá liðsfélaga sínum Dylan Ennis upp í loftið og treður honum. Tryggvi tróð boltanum í heildina í fjögur skipti gegn Murcia.