Keflavík tók á móti Hamri í æfingaleik á dögunum á Sunnubrautinni í Keflavík. Hamar er eitt af betri liðum fyrstu deildarinnar á meðan að Keflavík var nálægt toppi Dominos deildarinnar á síðasta tímabili.

Eins og tekið er fram var um æfingaleik að ræða, þar sem að úrslitin skiptu kannski ekki öllu máli, en Keflavík vann hann þó nokkuð örugglega.

Leikurinn var að sjálfsögðu leikinn fyrir luktum dyrum vegna ástandsins í samfélaginu, en leikmaður Keflavíkur, Deane Williams deildi þó þessu skemmtilega myndbroti úr leiknum á samfélagsmiðlum fyrr í dag, þar sem hann virðist ekki aðeins hafa varið skot, heldur sett boltann einhverja hundruði metra í burtu.

Síðan að Williams kom til liðsins fyrir síðasta tímabil hefur hann oft á tíðum sýnt stórkostlega tilburði varnarlega. Spurningin er hvort að hann nái að endurgera þetta þegar að áhorfendum verður aftur hleypt á leiki.