Martin Hermannsson og félagar í Valencia lögðu CSKA Moscow fyrr í kvöld í 6. umferð EuroLeague, 84-75. Eftir leikinn er Valencia í fimmta sæti deildarinnar með 3 sigurleiki og 2 töp, enn eiga þeir leik sinn í fjórðu umferð eftir gegn Zenit, en honum var frestað til 8. desember.

Atkvæðamestur fyrir Moscow í leiknum var Mike James með 17 stig og 5 stoðsendingar. Fyrir Valencia var það Louis Labeyrie sem dróg vagninn með 10 stigum og 4 fráköstum.

Martin hafði frekar hljótt um sig í leiknum, skilaði 2 stigum, frákasti og 2 stoðsendingum á 8 mínútum spiluðum. Karfan sem hann skoraði var þó af dýrari gerðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.

Tölfræði leiks