Fyrir úrslitakeppni NBA deildarinnar efndi Karfan.is til áskorunnar. 113 lesendur tóku þátt og spáðu fyrir um úrslit hennar. Keppnin var næstum búin þegar kom til lokaúrslita, en að þeim loknum var það Sigríður Antonsdóttir sem að sigraði keppnina með 320 stigum.

Var Sigríður með rétta niðurstöðu í öllum seríum nema tveimur, en hvorki náði hún að spá fyrir sigri Oklahoma City Thunder gegn Houston Rockets og þá flaskaði hún einnig á viðureign Toronto Raptors og Boston Celtics.

Hér er hægt að sjá spádóma Sigríðar

Í öðru sæti var Kristján Skúli með 310 stig. Þeir Árni Jóhannsson og og Þorsteinn Örn Gunnarsson deildu svo 3.-4. sætinu, hvor með 300.

Hér er hægt að sjá lokastöðu áskorunarinnar

Verðlaun þetta árið er inneign fyrir skóm hjá Miðherja.