Breiðablik hefur samið við Samuel Prescott um að leika með liðinu í fyrstu deild karla. Mun leikmaðurinn vera kominn með félagaskipti til félagsins og því klár í næsta leik, hvenær svo sem hann verður.

Prescott er 29 ára bakvörður sem er alls ekki ókunnugur 1. deildinni, en árið 2015-16 lék hann með Hamri í Hveragerði, 2017-18 með Fjölni og 2019-20 með Álftanesi.

Á síðasta tímabili skilaði hann 21 stigi, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum ð meðaltali í leik.